16.4.2008 | 12:00
Sérkennilegur dagur í gær, og þó? Ach...........................
Í gær var fimmtándi apríl. Fimmtándi apríl. Þá voru liðin nákvæmlega 8 ár frá láti elsku hjartans systur minnar sem lézt langt um aldur fram, 37 ára gömul vegna læknamistaka á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Hún var 11 árum yngri en ég, gift kona og móðir fjögurra stúlkna, á aldrinum eins árs, þriggja ára, sjö ára, og fjórtán ára. Guð minn góður hvað þetta var erfitt. Miðpunktur fjölskyldu okkar, yndisleg, og góð, sérstaklega vinsæl. Mágur minn, þessi hetja hefur alið börnin upp sjálfur, þó hið opinbera hafi lítið sem ekkert aðstoðað hann. Enda er hann karlmaður og þeir hafa náttúrulega ekki tilfinningar samkvæmt meiningum margra kvenna sem hér blogga. Hún systir mín hefði ekki getað valið dætrum sínum betri föður, að er eitt sem víst er. Hann á heiður skilið að hafa verið dætrum sínum bæði móðir og faðir sem hann reyndar er ennþá. Og er hann ekkert einsdæmi. Þeir eru margir ekklarnir sem misst hafa konur sínar frá ungum börnum og ala þau sjálfir, en tala ekkert um það, ekkert á þá hvort eð er hluztað. Hef fylgst náið með aðstöðu þessara manna. Hún er yfirleitt ekki til að hrópa húrra fyrir.
Ég man eftir því sem ungur drengur og unglingur þegar eldra fólk allt í einu lokaði sig inni í herberginu sínu, og fór ekki á meðal fólks í heilan dag. Það var ekki veikt var manni sagt þegar maður spurði eftir því. Manni var ekki sagt hvað að væri. Seinna þegar ég varð fullorðinn og áttaði mig á þessum dögum, þá voru þetta undantekningalaust dagar sem þetta fólk hafði misst einhvern náin, barn, maka, systini eða góðan vin eða vinkonu. Ég skildi þetta fyrst þegar systir mín dó. Þá áttaði ég mig á því hversu erfitt það var að einbeita sér á þessum degi, þó án þess að baða sig upp úr sorginni. Skrýtið. Sorgin finnur sér stað í manni, hún lætur mann vera í hversdagsleikanum en vekur mann til umhugsunar á dánardögum þeirra nánustu sem undan eru gengnir. Ætli þetta sé bara ekki eins og það á að vera ?. Jú líklega. Manni líður kannski ekki beint illa á þessum dögum. Heldur æskir minningin um viðkomandi þáttöku í sorginni þennan dag. Og hún er svo sannarlega veitt. Með beztu kveðju.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:59 | Facebook
Um bloggið
Bumba
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Votta þér og þínum samúð mína.Sorgin bítur svo mikið er víst en sem betur fer ráðum við sem fyrir missi verðum betur við það með tímanum.En sárt er það.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:37
Þakka þér fyrir að benda mér á þetta innlegg, það var gott að lesa það.
Ragnheiður , 16.4.2008 kl. 21:51
Já svo sannarlega er það sárt. Og þannig á það líka vera kæra Birna Dís. Ég dáist að þér og Ragnheiði hversu heiðarlegar og sjálfum ykkur samkvæmar þið eruð í ykkar miklu sorg og missi. Það kemur ekkert í staðinn fyrir þessa einstaklinga, ekkert. En huggunin um að minningin um þau öll munu lifa það glæðir mann meira en ég get lýst. Gangi þér allt í haginn um alla framtíð. Vonandi má ég af og til skrifa á síðuna þína. Með beztu kveðju.
Bumba, 16.4.2008 kl. 21:52
Þakka þér fyrir kæra Ragheiður. Ég get ekki ímyndað mér hvað þið foreldrarnir farið í gegnum við missi barna ykkar. Nógu erfitt var að missa þessa elsku hana systur mína svona unga frá öllum þessum barnahóp. En að missa barnið sitt, í þau spor get ég ekki sett mig því barnlaus er ég og mun verða. Ég óska þér af öllu hjarta alls hins bezta í að vinna úr þessu öllu saman. Gamalt máltæki segir að tíminn lækni öll sár, nú, hann kannski deyfir sársaukan en hrúðrið situr lengi, lengi. Með beztu kveðju.
Bumba, 16.4.2008 kl. 21:56
Ég samhyggist þér vegna systur þinnar.
þetta er alveg rétt hjá þér að það er ekki litið eins á einstæða feður eins og einstæðar mæður.
Halla Rut , 16.4.2008 kl. 21:59
Nei Halla mín Rut, satt er það. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu hvernig ástandið er hrikalega slæmt bara réttindalega séð missi menn konur sínar frá ungum börnum. Nógu er nú missirinn sár, en að samfélagið skuli á engan hátta koma á móts við menna þessa er mér ráðgáta. Æ, gangi þér nú vel á moegun blessunin mín. Ég er svo hræddur að missa heyrn að ég fer ekki út á gamlárskvöld einu sinni eða þrettándanum. Byggi mitt lifibrauð á því að heyra. Með beztu kveðju.
Bumba, 16.4.2008 kl. 22:08
Ég samhryggist þér vegna systur þinnar. Takk fyrir kveðjuna hjá mér. Kveðja
Heiður Helgadóttir, 16.4.2008 kl. 23:10
Ég samhryggist þér. Sársaukinn verður aldrei minni þótt tíminn líði, við lærum bara betur að höndla hann. Gangi þér vel í Amsterdam og passaðu þig á kaffihúsunum ;o)
Sigga Hjólína, 17.4.2008 kl. 13:34
Þakka þér Sigríður mín, ég er nú búinn að vera hérna í öll þessi ár og á ennþá eftir að koma inná þessi fyrirbrigði sem kallast coffeeshop. Mér finnst lyktin af hassinu svo vond að ég forðast alla þá staði sem iðka þesskonar reykingar. Annars er þetta ekki réttar upplýsingar sem þú hefur fengið í bæklingnum, í raun og veru eru lyfin ekki leyfð hérna. Heldur lýtur ríkisstjórnin á þetta hvað hassið og grasið snertir í gegnum fingur sér. Svipað og í Kristjaníu í Kaupinhafn. Svo eru gerðar rassíur öðru hverju skilst mér. En þetta er eitthvað svo fjarri mér. Með beztu kveðju.
Bumba, 17.4.2008 kl. 14:25
Votta þér og þínum samúð mína elsku vinur.
Sorgin finnur sér stað í manni. Ég var í afmæli hjá systir dóttir minni um helgina og mikið var það sárt því tvíbura systir hennar fórst í bílslysi fyrir nokkrum árum.
Gott að sjá þig á blogginu. Velkomin elsku blogg vinur.
Þín vinkona Anna Ragna.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 21.4.2008 kl. 13:25
Gott að vita af þér Anna Ragna mín. Ég hélt þíð væruð flutt af landinu. Verum í bandi. Með beztu kveðju.
Bumba, 21.4.2008 kl. 14:41
1.Mundu að þú ert einstakur.
2.Mundu að þú ert mikilvægur einstaklingur.
3.Mundu að þér var gefið vit til að nota það.
4.Mundu að þú hefur eitthvað að gefa,sem enginn annar getur gefið.
5.Mundu að þú átt skilning og reynslu,sem aðrir hafa ekki.
6.Mundu að þú getur verið hreykin af mörgu eiginleikum þínum.
7.Mundu að þú getur ýmislegt.
8.Mundu að umbera þá sem eru þér ólíkir.
9.Mundu að einhverjum þykir vænt um þig.
10. Mundu að þú kannt eitthvað, sem þú getur kennt öðrum.
11.Taktu því með með opnum hug ,sem aðrir geta gefið þér.
Átt þú góðan dag.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 22.4.2008 kl. 11:43
Datt fyrir algjöra tilviljun inn á þetta blogg þitt hérna.
Ég les út úr þínum skrifum að Kristín hafi verið systir þín, kona Palla. Passar það ?? Axel bróðir hans Palla er mágur minn, en hann er einmitt giftur systur minni henni Sigurbjörgu.
Kv. Linda litla
Linda litla, 22.4.2008 kl. 21:36
Það er rétt Linda litla. Þetta var litla systir mín hún Kristín. Hann Palli er hetjan mín. Góður maður. Eins og ég sagði hún systir mín hefði ekki getað fengið dætrum sínum betri föður. Er ekki allt gott að fétta af Sigurbjörgu og Axel og litla barninu? Með beztu kveðju.
Bumba, 22.4.2008 kl. 21:57
Jú, veit ekki betur, hef reyndar ekki hitt þau síðan á skírdag, en þá lá vel á þeim.
Linda litla, 22.4.2008 kl. 22:40
Falleg frásögn og mannleg. Sorgin yfirgefur okkur aldrei, eftir ástvinamissi. Hún mildast, en hverfur aldrei. Og minningarnar verða angurværar og tregagullar, þá sorgin litar þær, en alltaf góðar að mínu mati.
Með bestu kveðjum, S.
Sigríður Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 16:39
Þakka þér fyrir falleg orð Sigríður mín. Með beztu kveðju.
Bumba, 27.4.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.