Löng þögn frá minni hálfu að rofna................ allavegana eitthvað smá!

Langt er síðan ég bloggaði síðast, held ég einhvern tímann í endaðan ágúst síðastliðin. Hef samt sem áður verið iðinn við að lesa hinar ýmsu bloggfærslur og margar þótt mér betri en aðrar eins og gengur og gerist. Mikið hefur verið ritað og rætt um ástandið í landinu að undanförnu og er það vel. En stundum get ég ekki neitað því að veruleikafirring hinna ýmsu skrifara hefur svoleiðis gjörsamlega komið mér í opna skjöldu að hið hálfa væri nóg. Á það bæði við almenning sem bloggar svo og hina svokölluðu "almenningskjörnu" stjórnmálamenn eða hin sjálfskipuðu goð fáfræðinnar sem oftar en ekki ættu að láta þessi skrif sín óbirt. Samt sem áður þá hefur hugsandi fólki fjölgað á blogginu og hef ég notið þess að lesa um þeirra skoðanir jafnvel þó ég sé þeim ekki alltaf sammála, enda þarf þess heldur ekki.

Illa stöndum við íslendingar nú. Það veit sá sem allt veit. Enginn virðist hafa neina lausnina, ekki ég heldur. Það er þreytandi að lesa enn og aftur svo víða, hverjum sé hvað að kenna, rifrildið á þingi, karpið um algjörlega ónauðsynlega hluti, í staðinn fyrir að GERA EITTHVAÐ sem er almenningi til góða. Nei, það skal ennþá vera barið hausnum við steininn, og haldið áfram að kjafta og þvaðra um ónauðsynlega hluti,oft á tíðum innantómt hjal, en ekkert er gert. Sorglegra en tárum taki. Það hlýtur að vera einhver lausn, eins og hjá öðrum þjóðum sem hafa farið í gegnum eitthvað svipað. Hvar er allt þetta hámenntaða fólk í fjármálageiranum, hagfræðingarnir, stjórnmálafræðingarnir, viðskiftafræðingarnir, og nefndu það bara. Jú, allir með fullt af prófum, en fæstir með reynslu, en stöðurnar skulu þau fá út á prófin, þó reynslulaus séu. Og enginn segir neitt nema þvaður, þvaður endalaust þvaður. Mikið er þetta annars sorglegt. Endalaust endurtekur sagan sig og almenningur borgar. Það er ekki furða þó almenningur sé orðinn þreyttur. Blessað fólkið. Það eru takmörk fyrir hvað hægt er að níðast á fólki.

Með beztu kveðju.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Velkominn inn á ný, kæri! Þú hefur tekið hléið rétt áður en ég kom inn í Bl-heima! Hlakka til að sjá þig áfram hér og vonandi einnig persónulega

Hlédís, 23.3.2009 kl. 09:09

2 Smámynd: Bumba

Takk vinkona. Reynum endilega að hittast. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.3.2009 kl. 09:14

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Oooooo gaman að þú skulir vera kominn elsku frændi!!! Ertu í Hollandi eða heima?? Ég kem suður þarnæstu helgi og fer að sjá óperuna hjá Dr.T. Sé ég þig kannski líka??

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.3.2009 kl. 17:46

4 Smámynd: Bumba

Heheheh  sæl elskan, nei ég er ekki kominn ennþá, kem á morgun. Auðvitað kem ég á óperuna. Jú það væri gaman að hitta þig, auðvitað hittumst við. Hlakka bara til. Hvernig er heilsan annars hjartalóa litla? Vonandi góð. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.3.2009 kl. 21:39

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Heilsan er bara eins og hver önnur heilsa :)Hlakka til að sjá þig!

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.3.2009 kl. 22:00

6 Smámynd: egvania

Nonni minn gott að lesa skrif þín hér og hvert orð er sannleikur.

Það er ekki nóg að vera vel gefin og vera svo heimskur á öðrum sviðum.

Ég er ég og ekki með það mikið vit í kollinum að mér farist að dæma en ég er þér svo hjartanlega sammála elsku Nonni minn.

Ásgerður

egvania, 24.3.2009 kl. 11:18

7 Smámynd: Bumba

Takk Ásgerður mín. svona lít ég á hlutina. En hrikalegt er þetta ástand og manni finnst enginn gera neitt. Það farið í kringum vandamálin eins og köttur um heitan graut. Passað að styggja ekki þá sem "peningana" eiga. Með beztu kveðju.

Bumba, 25.3.2009 kl. 07:38

8 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Gaman að sjá færslu frá þér Nonni minn.

Þú veist hvernig þetta er hér, það er þessi vinavæðing sem passar upp á fáeinir komast í þessar stöður.

Ef við værum með öldungaráð kæmist aðeins hæfasta fólkið að.

Hvernig væri að fara að hittast ? 

Anna Ragna Alexandersdóttir, 26.3.2009 kl. 21:59

9 Smámynd: Bumba

Sæl Anna mín. Það væri gaman að hittast. Verð hérna fram yfir páska. Með beztu kveðju.

Bumba, 27.3.2009 kl. 08:18

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mikið var að maður sér eitthvað frá þér koma. Velkominn aftur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.3.2009 kl. 17:07

11 Smámynd: Bumba

Þakka þér fyrir Guðsteinn minn Haukur. Þetta eru nú meiri tímarnir sem við lifum á. Hvernig er með þig, ertu búinn að fá eitthvað starf? Lát heyri. Með beztu kveðju.

Bumba, 29.3.2009 kl. 23:53

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei ég er ekki kominn með vinnu en ég er kominn í skóla!  Og er afar hamingjusamur heimavinnandi húskarl á meðan! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.3.2009 kl. 12:19

13 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það var sannarlega gaman að heyra frá þér aftur. Ég held að þú hafir í pistlinum þínum sannarlega hitt naglann á höfðuðið.  Unga fólkið með prófskírteinin sín sem blekið er vart þornað á er farið að stjórna...   Gömlu refirnir eru settir í búr (á eftirlaun) og þekkingin glatast. Tilfinningin fyrir mörkuðum er ekki lærð í skólum.  Hún er áunnin í því umhverfi sem maður starfar. Þetta á við um öll störf. Þegar búið var að fleygja þeim öllum út sem ekki áttu pólitískan bakgrunn (þeir fengu að sitja áfram), þ.e.a.s. starfsfólkinu sem hafði verið í fyrirtækjunum í áratugi, tóku þeir sem þekktu ekki innviði og þolmörk fyrirtækjanna, viðskiptavina og markaðsins að völdum og fóru að spila fjármálaspil.   Þetta var, að mínu mati, ein aðalorsökin fyrir hruninu.  Það var synd að fleygja allri þekkingunni sem til var - fyrir ungu strákana og stelpurnar, jakkafataklædda jakkafataliðið.  Sorglegt.  Vonandi lærist okkur....

Baldur Gautur Baldursson, 2.4.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bumba

Höfundur

Bumba
Bumba
Hef áhuga á allskonar málum hvort sem mér koma þau við eða ekki!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 0008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband