Horfinn úr hinum nafnlausa bloggheimi, orðinn sýnilegur og nefndur.

Jæja þá er komið að því. Ég hef ákveðið að hverfa úr hulduheimum og gjöra opinskátt hver ég er. Ég heiti Jón Þorsteinsson. Er söngvari að mennt og núna seinni árin sinni ég eiginlega eingöngu söngkennslu. Hef búið erlendis meirihluta ævi minnar. Undanfarin ár hef ég þó mestmegnis dvalið á Íslandi meðal annars vegna atburðar sem ég nefndi í síðustu færslu. En nú er allt að breytast eina ferðina enn.

Ég var beðinn um að sækja um docentstöðu í söng við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi og er nýbúinn að ráða mig þangað frá og með næstkomandi hausti. Holland þekki ég vel, hef búið þar síðan 1980. Söng tæp 18 ár við Holenzku Ríkisóperuna í Amsterdam.Hlakka til að takast á við þetta verkefni. Svo nú innan skamms hefst sá tími sem fer í að pakka, henda, gefa og allt það. Mikið getur fólk sankað að sér drasli. Ég er sérfræðingur í því. Frown 

Í morgun var útvarpað viðtali við mig sem Lísa Pálsdóttir tók. Það var í þættinum Okkar á milli, sem er rétt eftir níu á morgnana. Fyrir þá sem áhuga hafa á að heyra þetta viðtal bendi ég að það er hægt á netinu næstu tvær vikur. Nú er ég ekki lengur nafnlaus bloggari, hehehehee. Nóg um það. Með beztu kveðju. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið er gaman að sjá framan í þig - og geta ávarpað þig með nafni, Jón! Komdu blessaður. Þú hættir ekkert að blogga þótt þú flytjir til útlanda, er það? Er að hlusta á ykkur Lísu á netinu... 

Ég tek upp viðtalið við þig og vista í .mp3. Líklega verður það of stórt til að senda í tölvupósti, en ég get brennt það á disk ef þú vilt eiga það.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Bumba

Þakka þér fyrir Lára Hanna. Ég er svo vitlaus tölvupjakkur að ég má þykjast góður á meðan ég get sent athugasemdir, hehehe. Ég hætti ekki að blogga, verð að fylgjast með þegar ég er erlendis. Svo er ég mjög hrifinn af hvernig þú skrifar, þú skrifar svo fallegt mál. Með  beztu kveðju, Jón.

Bumba, 22.4.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Bumba

Sæll Þrymur Sveinsson, ég mun halda áfram að lesa pistlana þína, er oftar en ekki samþykkur þeim. Með beztu kveðju, Jón.

Bumba, 22.4.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Elsku Nonni uppáhaldsfrændi. Gaman að lesa þig. Verð hér eins og grár köttur. Annars fórstu ósköp vel með nafnleysið. Er í fríi fram á sumardaginn fyrsta. Límdi saman eina hurð og lagaði skúffur í forstofukommóðunni svo ég telji upp helstu afrekin. Á morgun ætla ég að taka til undir útidyratröppunum. Þakka þér frábær komment á mínu bloggi. Blessibless í bili.

Svavar Alfreð Jónsson, 22.4.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Bumba

Takk elsku Svavar minn. Heyrðirðu nokkuð viðtalið við mig í morgun á rás eitt hjá Lísu Pálsdóttur? Það er í þættinum Okkar á milli. Hlakka til að vita hvað þér finnst. Er Bangsímon nokkuð búinn að fá að vita meira um læknanámið í Hollandi? Láttu mig vita ef ég get orðið ykkur innan handar. Utrecht er mjög góður staður og er gamall hálskólabær, einn sá elzti í Hollandi. Bið að heilsa öllum. Með beztu kveðju.

Bumba, 22.4.2008 kl. 22:24

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég næ viðtalinu við þig á netinu. Við hlustum kannski saman á það hjónin fyrir svefninn. Bangsímon ætlar í hjúkrun hér í HA og hleypir ekki heimdraganum í vetur, Sunnfríði til sárra vonrigða, sem var búin að eygja von um að fá herbergið hans. Veturinn 2009 ætlar hann svo út í nám - ég segi honum að hafa samband við þig í tíma.

Svavar Alfreð Jónsson, 23.4.2008 kl. 10:28

7 identicon

Elsku Nonni minn. Gaman að lesa síðuna þína og fá að fylgjast með þér í útlandinu. Og takk kærlega fyrir þáttinn hjá Lísu Páls, yndislegt að hlusta á þig og ég fór 34 ár aftur í tímann, þegar þú varst að tala um veru þína í Noregi. Já og þú varst að heimsækja okkur Ólafsfjarðarstelpurnar.

Ég skal keyra fram hjá Hólkoti annað slagið og gá hvort að það sé ekki allt í lagi þar.

Knús og kossar til þín héðan úr firðinum fagra þar sem sólin skín

GuðnýÁg 

Stórfrænkan (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:52

8 Smámynd: Halla Rut

Gaman að sjá bumbuna koma í ljós...hahahah

Þú ert flottur en ég hélt samt að þú værir kona. 

Halla Rut , 23.4.2008 kl. 14:52

9 Smámynd: Bumba

Elsku elsku Guðný mín. Gaman að heyra í einu af öllum börnunum mínum. Takk fyrir innlitið og textann. Hugsa heim í Ólafsfjörð á hverjum degi. Kemst þaðan aldrei og vil það heldur ekki. Færslan þin og myndirnar á blogginu þínu eru í einu orði sagt STÓRKOSTLEGT. Þakka þér fyrir að hafa haf hlustað á viðtalið frá því í gær. Eins og þú veizt er ég nú frekar prívat persóna, kann ekki við að vera í sviðsljósinu eftir að ég hætti á sviði. Hlakka til að sjá þig aftur og bið að helsa Ægi, börnunum ykkar og sérstaklega mömmu þinni, já og öllum þeim sem kveðju mína vilja taka. Með beztu kveðju, Nonni.

Bumba, 23.4.2008 kl. 17:29

10 Smámynd: Bumba

Þú ert ágæt Halla Rut mín, heheheh, þið hafið hvort eð er alltaf vinninginn. Allar konur eru menn en enginn maður kona. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.4.2008 kl. 17:31

11 Smámynd: Guðrún Fanney Einarsdóttir

haha....það hlaut að vera frændi, skildi ekki alveg hver var að commenta hjá mér;) ég skal skila kveðjunni gamla settið er reyndar á spáni;) Bara lúxus og ég bara heima hérna svona ,,desperet housewife" hehe....;) hafðu það gott!!

Guðrún Fanney Einarsdóttir, 23.4.2008 kl. 18:45

12 Smámynd: Bumba

Hefur frændi þinn nokkurn tímann logið að þér, er hann kannski ekki með bumbu? Heheheheh. Þú hefðir nú átt að þekkja elsku kerlingin mín. Meðbeztu kveðju, frá Nonna frænda.

Bumba, 23.4.2008 kl. 18:48

13 Smámynd: Guðrún Fanney Einarsdóttir

nei ég veit það ;)

Guðrún Fanney Einarsdóttir, 23.4.2008 kl. 20:18

14 identicon

Sæll Bumba,Jón Þorsteinsson úr nafnleysi heimtur.

Þar sem ég svaf yfir mig missti ég af þessum þætti VERÐ ég að ná honum og hlusta. Gleðilegt sumar Musicali Maestro.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 06:47

15 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gaman að sjá þig hérna frændi. Gott viðtal við þig - gaman að hlusta á það.

Gangi þér vel í Hollandi og til hamingju með góða stöðu.

bestu kveðjur að norðan

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.4.2008 kl. 11:45

16 Smámynd: Bumba

Takk fyrir Stebbi minn. Gott að heyra frá þér í norðrinu. Svo áttu að syngja Nú er sumar,,,,,, með hollenzkum hreim. Með beztu kveðju.

Bumba, 24.4.2008 kl. 13:36

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Fyrirgefðu hvað ég geri seint athugasemd en ég tók samt eftir því þegar þú 'opinberaðir bumbu þína'. En mikið er gott að lesa skrif þín, og bara svo þú vitir er ennþá beðið fyrir bata hjá stráknum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.4.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bumba

Höfundur

Bumba
Bumba
Hef áhuga á allskonar málum hvort sem mér koma þau við eða ekki!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 0008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 461

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband