Dagurinn í dag, 13. júlí.

Hann er svolítið merkilegur þessi dagur í lífi mínu. Hann á stóran sess þessi dagur í minni tilveru. Og hefst nú frásögnin.

Ég á marga kunningja og þekki nokkuð margt fólk, þykir yfirleitt mjög vænt um fólk. Ég á hins vegar ekkert rosalega marga nána vini. Edda Gréta frænka mín er fædd 1938. Hún passaði mig þegar ég var lítill. Hef ég því ávalt þekkt hana og er hún ein minna nánustu vina. Anna frænka mín, við erum systkinabörn, fædd 1953, mjög náinn vinur minn. Sjáumst því miður alltof sjaldan. Árið 1971 kynntist ég konu sem heitir Þórhildur, fædd 1949. Við urðum mjög nánir vinir og höfum mikið samband þó við höfum búið í áraraðir í sitt í hvoru landinu. Árið 1980 flutti ég til Hollands og einn þeirra fyrstu sem ég kynntist við óperuna í Amsterdam var Maarteen Flipse baryton. Hann varð minn bezti vinur og sungum við saman margar óperur. Hann var fæddur 1955. Hann lézt því miður langt um aldur fram árið 1994. Þetta fólk eru mínir nánustu vinir í gegnum árin. Allt frá því ég man eftir mér. Eitt eiga þau öll sameiginlegt. ÞAU EIGA ÖLL AFMÆLI Í DAG. Til hamingju öll sömul, Edda Gréta, hugsa sér, í dag ertu sjötug. Og alltaf jafn lagleg, tignarleg, falleg og yndisleg. Anna, 55, bangsímónan hans Nonna frænda. Taktu bara þversummuna og þá ertu bara tíu. Mér finnst þetta svo dásamlegt. Það er svo gott að eiga góða vini, vita alltaf af þeim, þó maður troði þeim ekki endalaust um tær svo sem. Með beztu kveðju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Sæll Nonni minn þú ert vakandi ennþá eins og ég hehe æi það er svo fallegt hérna núna og ég sit bara og horfi út.  Og hún Edda Gréta 70 þessi fallega kona sem ber aldurinn frábærlega og hún er líka svo góð persóna.

Þetta er satt hjá þér með vinina, maður veit af þeim, hugsar til þeirra og veit að þeir hugsa á móti. Maður þarf nefnilega ekki að vera í daglegu sambandi við vini sína, því sönn vinátta er að vita af hverju öðru og geta tekið þráðinn upp alltaf að nýju eins og maður hafi hist síðast í gær.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 13.7.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Skondin og skemmtileg tilviljun - eða er þetta tilviljun? Það væri efni í heimspekilegar umræður!

Gaman að heyra í þér aftur - loksins! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.7.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Bumba

Allt er þetta satt Ásta mín sem þú segir. Blóðfjölskylduna velur maður ekki en vinina velur maður. Ég hef verið svo heppinn í gegnum árin. Ég hef átt svo góða vini. En finnst þér ekki merkilegt að þau sem eru nánustu vinir mínir skuli öll vera fædd sama daginn? Alveg ótrúlegt. Með beztu kveðju.

Bumba, 13.7.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Bumba

Þakk þér fyrir Lára Hanna mín. Ég hef bara verið svo upptekinn og andlaus einhvernveginn upp á síðkastið að ég hef ekki haft geð í mér að blogga. Mér finnst ég aldrei hafa neinu frá að segja. En þú stendur í ströngu sé ég og heyri og ég fylgist nú alltaf með kæra vinkona. Þú átt heiður skilið.

Já þetta er sérkennileg tilviljun með þennan dag. Ég þekki líka þó nokkra sem ég hef ekki tengst nánum vináttuböndum sem líka eiga þennan afmælisdag. Og einhvernveginn laðast ég að þeim, mér finnst þetta svona hál spaugilega í aðra röndina. Með beztu kveðju.

Bumba, 13.7.2008 kl. 01:04

5 Smámynd: egvania

Sæll Nonni minn og til hamingju með daginn í dag sem er nokkuð merkilegur, skemmtileg tilviljun að þínir kærustu vinir deili saman þessum merka degi.

Ég segi nú bara ekki séns að hún Edda Gréta eigi slíkt stórafmæli í dag, hún er svo ungleg konan en Nonni þar sem þitt minni bregst aldrei þá veit ég að þetta er rétt hjá þér.

Og Nonni ég elska þig.

egvania, 13.7.2008 kl. 11:14

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Leita hér logandi ljósi að netfanginu þínu en finn ekki. Á við þig erindi...  Viltu senda mér póst á lara@centrum.is svo ég fái netfangið þitt...? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.7.2008 kl. 12:49

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Góðir menn eiga góða vini.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 13:47

8 Smámynd: Bumba

Þakka þér fyrir Sigurður minn. Það er alltaf gott að heyra frá þér. Fer norður á Ólafsfjörð í dag og ætla að vera nokkurn tíma. Gangi þér allt í haginn. Með beztu kveðju.

Bumba, 14.7.2008 kl. 10:30

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það er mikið að frá þér heyrist lífsmark kæri frændi. Ég var farin að halda að Vestfjarðadvölin hafi dregið úr þér allan mátt!! Guð blessi þér norðurferðina og komdu og kíktu á hjartalóuna aftur sem fyrst! Knús, kossar og kremjur!

Ylfa Mist Helgadóttir, 15.7.2008 kl. 17:57

10 Smámynd: egvania

Nonni minn hvernig ertu í stórutánni ?    

egvania, 15.7.2008 kl. 21:28

11 Smámynd: Bumba

Hræddur um að sé farið að grafa í heni aftur Ásgerður mín. Með beztu kveðju.

Bumba, 15.7.2008 kl. 23:14

12 Smámynd: Bumba

Ylfa mín, ég reyndi að senda á þig póst um daginn en tókst ekki eins og þú veizt. Ég er ennþá high eftir vestfjarðardvöina elskan. Hvort ég skal heilsa upp á hjartalóuna mína aftur, það skal ég gera. Með beztu kveðju.

Bumba, 15.7.2008 kl. 23:15

13 identicon

Gaman að sjá þig í gær Nonni minn. Kem með mömmu í heimsókn til þín í sveitina, í þessu stoppi þínu hér í firðinum fagra. Annars trúi ég vart að hún Edda Gréta sé sjötug, svo glæsileg sem hún alltaf er. Góð færsla, þetta með vinina er stóri sannleikurinn, veit ekki hvar ég væri stödd ef ég ætti ekki svona góða vini í kringum mig. Sjáumst

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:01

14 identicon

Sæll Bumba. Og hvar sem þú ert!

Já það er gott og gaman að geta glaðst með og yfir góðum sönnum vinum.

Það sem Lára Hanna  imprar á með tilviljun þá er mín 

REYNSLA   AÐ EKKERT ER   TILVILJUN.  ég hélt það lengi framan af en svo...................

Hafðu sem best í TÖFRAHEIMUM tónlistarinnar.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 04:56

15 Smámynd: Bumba

Láttu verða að því að koma elskan og sem flestir með. Með beztu kveðju.

Bumba, 18.7.2008 kl. 15:41

16 Smámynd: Bumba

Nú er flott á Ólafsfirði Þórarinn minn og vertu bara velkominn hvenær sem þú vilt. Með beztu kveðju.

Bumba, 18.7.2008 kl. 15:44

17 Smámynd: Brattur

... var á Ólafsfirði um síðustu helgi... fór að veiða á bryggjunni eins og í gamla daga... gott veður, en rigningarúði, sem engu skipti... vona að veðrið leiki við þig á meðan þú ert í firðinum... en hvar er bústaðurinn þinn aftur?

Brattur, 19.7.2008 kl. 11:09

18 identicon

Sæll vinur, Bumba.

Nú er svo ástatt hjá mér að ég kemst hvorki lönd né strönd.

 En njóttu vel Kallinn minn. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 05:46

19 Smámynd: Bumba

Gilli minn, ég á gamla stóra íbúðarhúsið. Ég keypti það, lögbýlið. Með beztu kveðju.

Bumba, 20.7.2008 kl. 22:57

20 identicon

Sæll elsku Nonni minn!

Þessi dagsetning eltir þig meira en þig grunar. Við Kári eigum nefnilega brúðkaupsafmæli 13.júlí! Það held ég nú.

Hlakka til að heimsækja þig í Hólkot:-)

Kristín söngdóttir þín (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 22:13

21 Smámynd: Bumba

Sæl Kristín mín.

Þar lá að, eitthvað meira en söngurinn bindur okkur. En fyndið. Hvenær ætlið þið að koma? Verð ekki heima á laugardaginn þann 26 júli, fer austur í Ljósavatnsskarð. Með beztu kveðju til allra. Nonni.

Bumba, 23.7.2008 kl. 13:53

22 Smámynd: Bumba

Þórarinn minn, ljótt er að lesa fréttirnar og síðasta bloggið þitt. Verð að viðurkenna að ég er hugsi. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.7.2008 kl. 22:55

23 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gaman að þessu, yndislegt hreint út sagt. Góðar kveðjur til þín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2008 kl. 20:23

24 Smámynd: Bumba

Heheh, þakka þér fyrir Guðný Anna. Sérkennilegt en satt samt.  Með beztu kveðju.

Bumba, 24.7.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bumba

Höfundur

Bumba
Bumba
Hef áhuga á allskonar málum hvort sem mér koma þau við eða ekki!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 0008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 470

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband