Færsluflokkur: Menning og listir

Horfinn úr hinum nafnlausa bloggheimi, orðinn sýnilegur og nefndur.

Jæja þá er komið að því. Ég hef ákveðið að hverfa úr hulduheimum og gjöra opinskátt hver ég er. Ég heiti Jón Þorsteinsson. Er söngvari að mennt og núna seinni árin sinni ég eiginlega eingöngu söngkennslu. Hef búið erlendis meirihluta ævi minnar. Undanfarin ár hef ég þó mestmegnis dvalið á Íslandi meðal annars vegna atburðar sem ég nefndi í síðustu færslu. En nú er allt að breytast eina ferðina enn.

Ég var beðinn um að sækja um docentstöðu í söng við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi og er nýbúinn að ráða mig þangað frá og með næstkomandi hausti. Holland þekki ég vel, hef búið þar síðan 1980. Söng tæp 18 ár við Holenzku Ríkisóperuna í Amsterdam.Hlakka til að takast á við þetta verkefni. Svo nú innan skamms hefst sá tími sem fer í að pakka, henda, gefa og allt það. Mikið getur fólk sankað að sér drasli. Ég er sérfræðingur í því. Frown 

Í morgun var útvarpað viðtali við mig sem Lísa Pálsdóttir tók. Það var í þættinum Okkar á milli, sem er rétt eftir níu á morgnana. Fyrir þá sem áhuga hafa á að heyra þetta viðtal bendi ég að það er hægt á netinu næstu tvær vikur. Nú er ég ekki lengur nafnlaus bloggari, hehehehee. Nóg um það. Með beztu kveðju. Smile


Um bloggið

Bumba

Höfundur

Bumba
Bumba
Hef áhuga á allskonar málum hvort sem mér koma þau við eða ekki!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 0008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 452

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband