Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Dagurinn í dag, 13. júlí.

Hann er svolítið merkilegur þessi dagur í lífi mínu. Hann á stóran sess þessi dagur í minni tilveru. Og hefst nú frásögnin.

Ég á marga kunningja og þekki nokkuð margt fólk, þykir yfirleitt mjög vænt um fólk. Ég á hins vegar ekkert rosalega marga nána vini. Edda Gréta frænka mín er fædd 1938. Hún passaði mig þegar ég var lítill. Hef ég því ávalt þekkt hana og er hún ein minna nánustu vina. Anna frænka mín, við erum systkinabörn, fædd 1953, mjög náinn vinur minn. Sjáumst því miður alltof sjaldan. Árið 1971 kynntist ég konu sem heitir Þórhildur, fædd 1949. Við urðum mjög nánir vinir og höfum mikið samband þó við höfum búið í áraraðir í sitt í hvoru landinu. Árið 1980 flutti ég til Hollands og einn þeirra fyrstu sem ég kynntist við óperuna í Amsterdam var Maarteen Flipse baryton. Hann varð minn bezti vinur og sungum við saman margar óperur. Hann var fæddur 1955. Hann lézt því miður langt um aldur fram árið 1994. Þetta fólk eru mínir nánustu vinir í gegnum árin. Allt frá því ég man eftir mér. Eitt eiga þau öll sameiginlegt. ÞAU EIGA ÖLL AFMÆLI Í DAG. Til hamingju öll sömul, Edda Gréta, hugsa sér, í dag ertu sjötug. Og alltaf jafn lagleg, tignarleg, falleg og yndisleg. Anna, 55, bangsímónan hans Nonna frænda. Taktu bara þversummuna og þá ertu bara tíu. Mér finnst þetta svo dásamlegt. Það er svo gott að eiga góða vini, vita alltaf af þeim, þó maður troði þeim ekki endalaust um tær svo sem. Með beztu kveðju.


Orðinn tveggja barna afi gamli á ská,...................................frábært!

Skömmu eftir miðnætti eignuðust hjónin Agnes Braga Bergsdóttir og Wilhjálmur Þór Sigurjónsson sitt annað barn, stúlku. Nú á bróðir hennar Bergur Þorgils systur. Hann varð eins árs þann 25 apríl síðastliðinn. Vá!!!!!!!!!!! TIL HAMINGJU AGNES OG VILLI, AMMA HULDA OG AFI BERGUR, AMMA HELGA OG AFI SIGURJÓN, AFI ÓSKAR OG AMMA KRISTÍN, LANGAMMA HÓLMFRÍÐUR OG LANGAMMA VALGERÐUR OG LANGAFI VILHJÁLMUR. OG ALLIR FRÆNDUR OG FRÆNKUR NÆR OG FJÆR!!!!!! Og ég er búinn að eignast annað skáafabarn. Rosalega er ég ríkur. LoLÉg er svo glaður og ánægður. Svíf hálfum metra yfir yfirborði jarðar, hugsa sér hvað gleðin er sterk að láta rúm 130 kíló svifa hálfum metra ofar jörðu. Dásamlega tilfinning. Nú, það er hallarbylting í barnabarnaskara ömmu Helgu og afa Sigurjóns, fyrsta stúlkubarnið. Englabarnið hans afa gamla á ská. Hlakka til að sjá þau öllsömul, fjögurra manna fjölskylduna.   Grin

Er í Amsterdam, kom hingað í gær. Er pófdómari við lokapróf söngvara í Mastersdeild Konunglega Tónlistarháskólans í Den Haag í næstu viku. Tek við docentstöðunni opinberlega við Tónlistarháskólann hérna í Utrecht núna í vikunni. Hlakka virkilega til.  WinkEr nú þegar byrjaður að kenna þar við mastersdeildina. Feginn að vera laus við öll þessi stig og próf á Íslandi. Fegnari en orð fá lýst. Vonandi sjá tónlistarskólayfirvöld á Íslandi fljótlega hversu fáráðnlegt system þetta er. Nóg um það. Blogga um það seinna, og þó, nei, held bara að ég láti það vera. GetLost

Vorið er komið hérna loksins, er búið að vera frekar kalt hérna, páskarnir voru þeir köldustu í 40 ár. Þannig að fólk er orðið langeygt eftir hlýindum eins og á Íslandi. Þannig er að yfirleitt þá slekkur maður á húsahitun í kringum fyrsta apríl hérna í Amsterdam. En svo er ekki í ár. Hef þurft að hita upp hérna alveg framundir síðastliðin mánaðamót. Smile

En nú er ég orðinn tveggja barna skáafi. Þvílíkur heiður! HeartTakk Villi og Agnes fyrir heiðurinn.InLove


Sumardagurinn fyrsti 2008, að kveldi kominn.

Mikið er þetta fallegur siður að eiga sumardaginn fyrsta að hátíðisdegi. Það er gott að finna hversu ríkur hann er í okkur íslendingum, okkur sem óðum erum að tapa gömlum hefðum og siðum. Það var gott að taka sér frí frá kennslu í dag, hitta vinina, lenda í GRJÓTMUNLNINGSVÉL, og fara svo í barnaafmæli þar sem skáafabarnið mitt verður eins árs á morgun. Í því tilefni var okkur öfum og ömmum boðið til veizlu. GRJÓTMULNINGSVÉLIN er nuddarinn minn, ég kalla hann nú þegar nuddarann minn, fór í fyrsta skiftið til hans og ætla að fara aftur á miðvikudaginn. Hann ætlaði hreint og beint að drepa mig. Ég hljóðaði og baðst vægðar hvað eftir annað, en það var enga miskunn að fá. Já, sumardagurinn fyrsti sýndi mér hversu illa farinn ég er eftir 170% kennslu í vetur. Þó var ég búinn að minnka hana. Þvílíkt fífl getur maður verið að ganga svona fram af sjálfum sér, geta aldrei sagt nei, halda kannski einnig að maður sé á einhvern hátt ómissandi, þvílíkt fífl. Á hverju ári segi ég við sjálfan mig, vinna minna, vinna minna, en áður en varir er maður dottinn í þessa andstyggilegu vinnufíkn, unir sér aldrei hvíldar fyrr en maður seint og um síðir meir dragnast heim til sín á augnahárunum og hendir sér upp í bólið örmagna. Þvílíkt fífl. Nóg um það.

Innan skamms mun skáafabarnið mitt eignast systkini, annað hvort í nótt eða einhvern næstu daga. Það væri gaman ef systkinin eða bræðurnir ættu sama afmælisdag. Þetta er svo guðdómlegt fólk, ég vildi óska að þau eignuðust bara mörg börn í viðbót. Heimurinn verður betri af svona góðu fólki, aldrei of margt af því. Uppáhaldsfólkið mitt að öllum hinum undanskildum. Gleðst í hvert skifti sem ég sé þau og meyrna einnig, sérkennilegt hvernig væntumþykja getur gert mann meyran. Það er líka gott að vera meyr svona á stundum.

Á morgun er langur kennsludagur aftur, kenni frá klukkan 09 til klukkan 18. Vona að ég komist í gegnum daginn, það ætti svo sem ekki að verða vandi, það er komið sumar, allt léttist, þá sérstaklega brúnin. Og annað kvöld er mér boðið í mat, hitti þá líka gott fólk, einnig uppáhaldsfólk. Hlakka til. Ég þekki gott fólk, virkilega gott fólk. Á góða nágranna, prýðilega. Hvað getur maður óskað sér meir? Er þakklátur fyrir að hafa átt yndislegan sumardaginn fyrsta, jafnvel þó ég hafi lent í GRJÓTMULNINGSVÉL. Tounge

 GLEÐILEGT SUMAR BLOGGVINIR SEM OG ALLIR AÐRIR SEM BLOGG ÞETTA LESA.  Með beztu kveðju.Wizard


Sérkennilegur dagur í gær, og þó? Ach...........................

Í gær var fimmtándi apríl. Fimmtándi apríl. Þá voru liðin nákvæmlega 8 ár frá láti elsku hjartans systur minnar sem lézt langt um aldur fram, 37 ára gömul vegna læknamistaka á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Hún var 11 árum yngri en ég, gift kona og móðir fjögurra stúlkna, á aldrinum eins árs, þriggja ára, sjö ára, og fjórtán ára. Guð minn góður hvað þetta var erfitt. Miðpunktur fjölskyldu okkar, yndisleg, og góð, sérstaklega vinsæl. Mágur minn, þessi hetja hefur alið börnin upp sjálfur, þó hið opinbera hafi lítið sem ekkert aðstoðað hann. Enda er hann karlmaður og þeir hafa náttúrulega ekki tilfinningar samkvæmt meiningum margra kvenna sem hér blogga. Hún systir mín hefði ekki getað valið dætrum sínum betri föður, að er eitt sem víst er. Hann á heiður skilið að hafa verið dætrum sínum bæði móðir og faðir sem hann reyndar er ennþá. Og er hann ekkert einsdæmi. Þeir eru margir ekklarnir sem misst hafa konur sínar frá ungum börnum og ala þau sjálfir, en tala ekkert um það, ekkert á þá hvort eð er hluztað. Hef fylgst náið með aðstöðu þessara manna. Hún er yfirleitt ekki til að hrópa húrra fyrir.

Ég man eftir því sem ungur drengur og unglingur þegar eldra fólk allt í einu lokaði sig inni í herberginu sínu, og fór ekki á meðal fólks í heilan dag. Það var ekki veikt var manni sagt þegar maður spurði eftir því. Manni var ekki sagt hvað að væri. Seinna þegar ég varð fullorðinn og áttaði mig á þessum dögum, þá voru þetta undantekningalaust dagar sem þetta fólk hafði misst einhvern náin, barn, maka, systini eða góðan vin eða vinkonu. Ég skildi þetta fyrst þegar systir mín dó. Þá áttaði ég mig á því hversu erfitt það var að einbeita sér á þessum degi, þó án þess að baða sig upp úr sorginni. Skrýtið. Sorgin finnur sér stað í manni, hún lætur mann vera í hversdagsleikanum en vekur mann til umhugsunar á dánardögum þeirra nánustu sem undan eru gengnir. Ætli þetta sé bara ekki eins og það á að vera ?. Jú líklega. Manni líður kannski ekki beint illa á þessum dögum. Heldur æskir minningin um viðkomandi þáttöku í sorginni þennan dag. Og hún er svo sannarlega veitt. Með beztu kveðju.


Um bloggið

Bumba

Höfundur

Bumba
Bumba
Hef áhuga á allskonar málum hvort sem mér koma þau við eða ekki!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 0008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 470

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband