Færsluflokkur: Tónlist

Ýmislegt og allt í kring....................

Hef ekki verið duglegur að blogga sem endranær svo sem, unaðslega andlaus og afslappaður. Fór í langt sumarfrí sem er að enda þessa dagana. Ég hafði ekki tekið mér frí síðan 1991, dauðskammast mín eiginlega að segja frá því, en satt er það nú samt. Mér var rænt þegar ég kom til Íslands þann 1 júlí, og var fluttur herskildi til Bolungarvíkur. Var þar í stórkostlegri herkví í 5 daga. Ekki gerði ég samt víðreist á Vestfjörðum, fór samt til Hesteyrar og í Tungudal inn af Ísafirði. Það var gott. Veðrið lék við mann og gestrisni Ylfu og Halla var fyrirtak í alla staði. Hafi þau hjartans þakkir fyrir enn og aftur. Blessuð börnin þeirra, ég eignaðist þrjú Skáafabörn í viðbót og er þeim mikið að fjölga. að ógleymdri tíkinn, hvað heitir hún aftur? Lærði mikið í sultugerð þennan tíma, held að frú Ylfa sé vestfjarðarmeistari í þeirri iðn. Nógu er hún fjölbreytt hjá henni sultan og GÓÐ.

Ferlegt er annars að fara svona með sig að taka aldrei frí. Mér fannst óhugnanlegt að uppgötva það hversu mikill vinnufíkill ég er eiginlega orðinn. Fékk heldur betur fráhvarfseinkenni fyrstu dagana, gekk stundum um með kökk í hálsinum yfir því að vera ekki að gera neitt. Ég þurfti að taka mig sjálfan heldur betur í gegn og er ennþá að því. Þvílík fásinna að halda það að maður sé ómissandi. Þetta nálgast sturlun, eigingirni og kontrólsýki. Það er eins gott að láta sér þetta að kenningu verða. Gleyma því aldrei að maður kemur í manns stað. Ég hef því tekið hátíðlegt loforð af sjálfum mér að taka mér 6 vikna frí á hverju ári héðan í frá. Og ég ætla að standa við það.

Ég hef verið mikið hugsi að undanförnu hvernig allt breytist á undraverðum hraða. Sumar breytingar verða til eingöngu breytinganna vegna. Aðrar eru þarfar og góðar. En flestar mættu svo sem missa sín og á ég þar við breytingarnar endalausu í íslenzku skólakerfi. Þetta er með ólíkindum hvernig látið er og bitnar þetta fyrst og fremst á kennurum blessaðra barnanna. Börnin breytast lítið frá ári til árs, það er að segja þarfir þeirra. Börn eru ekki fullorðið fólk. Þau þurfa leiðbeiningar um val, geta ekki alltaf gert sér grein fyrir hvað þau eiga að velja. Þetta er kannski svona allsstaðar, en mér finnst þessi breytingaæði mikið vandamál á Íslandi. Væri nú ekki þörf að taka þetta allt til endurskoðunar og fara nú einusinni eftir þörfum barnanna en ekki rannsóknar og skýrsluhöfunda. Ég vildi ekki vera í sporum kennara á Íslandi í dag, það er eitt sem víst er. Ég óska þeim öllum velfarnaðar í starfi.

Nú er herra Sigurbjörn Einarsson horfinn sjónum okkar. Ég átti þeirri hamingju að fagna að kynnast honum mæta vel. Kynni okkar hófust norður á Ólafsfirði, hann var kallaður til að vera viðstaddur ferminguna okkar krakkanna sem fædd eru 1951. Vorum sem sagt fermd undir eftirliti biskups. Ég sagði það einu sinni við hann að ég hefði verið fermdur undir hans eftrliti, "og ekki held ég það Jón minn",  svaraði hann, "ætli það var  einhver annar sem var undir eftirliti". Meira var ekki rætt um þau mál. Það er skrýtið að vera kominn hátt á sextugsaldur og alltaf var þessi maður einhversstaðar mér nálægur. Hittumst oft, var hjá honum og frú Magneu í boðum. Að kyrðardögunum ónefndum, þvílíkur fjársjóður minninganna. Það er rík þjóð sem hefur fengið að njóta þvílíks stórmennis sem herra Sigurbjörn Einarsson var. Hann er hér með trega kvaddur, þó um leið gleði og þakklæti fyrir allt og allt. Blessuð sé minning herra Sigurbjörns Einarssonar og frú Magneu Þorkelsdóttur. Öllum þeirra börnum og barnabörnum og barnabarnabörnum og fjölskyldum þeirra er hér með vottuð mín innilegasta samúð.

Nú er ég kominn heim til Amsterdam aftur. Tónlistarháskólinn var settur með stæl í fyrradag. Mikið hlakka ég til að takast á við þessa nýju stöðu þó ég sé nú þegar búinn að taka við henni formlega og byrjaður að vinna. Skólinn er ekki stór, um 600 nemendur held ég, eitthvað í þá veru. Vonandi mun þetta allt ganga vel. Íslendingarnir allir  komnir og búnir að fá ibúð skilst mér. Þau eru dugleg. Þetta nám er töluvert öðruvísi enn á Íslandi, miklu meiri sjálfstúdía og stendur þetta allt of fellur með þeim sjálfum, nemendunum. Skólinn er að hluta til í gömlu klaustri og er klausturgarðinum haldið við eins og munkarnir gerðu hér á öldum áður. Hann tilheyrir háskólanum og er gaman að sjá allt þetta unga fólk slappa af í þessum dýrlega umhverfi, lesa í bók, læra eitthað utanað þegar gott er veður eins og í dag tildæmis. 27 stiga hiti, heldur heitt fyrir mig. Hef ekki orku að fara út í þessa moðsuðu. Sérkennilegt, ég hef ekki upplifað rigningu síðan um miðjan maí. Það var svo gott veðrið hérna í Hollandi alveg fram í júlí, þá fór ég til Íslands, þar ringdi ekki allavega á mig allan þann tíma sem ég var þar, eða sjö vikur. Svo kem ég hingað rétt uppúr miðjum mánuðinum og það dregur varla ský fyrir sólu. Mig er nú í rauninni farið að langa í dropann, helzt sem fyrst. Með beztu kveðju.


Orðinn tveggja barna afi gamli á ská,...................................frábært!

Skömmu eftir miðnætti eignuðust hjónin Agnes Braga Bergsdóttir og Wilhjálmur Þór Sigurjónsson sitt annað barn, stúlku. Nú á bróðir hennar Bergur Þorgils systur. Hann varð eins árs þann 25 apríl síðastliðinn. Vá!!!!!!!!!!! TIL HAMINGJU AGNES OG VILLI, AMMA HULDA OG AFI BERGUR, AMMA HELGA OG AFI SIGURJÓN, AFI ÓSKAR OG AMMA KRISTÍN, LANGAMMA HÓLMFRÍÐUR OG LANGAMMA VALGERÐUR OG LANGAFI VILHJÁLMUR. OG ALLIR FRÆNDUR OG FRÆNKUR NÆR OG FJÆR!!!!!! Og ég er búinn að eignast annað skáafabarn. Rosalega er ég ríkur. LoLÉg er svo glaður og ánægður. Svíf hálfum metra yfir yfirborði jarðar, hugsa sér hvað gleðin er sterk að láta rúm 130 kíló svifa hálfum metra ofar jörðu. Dásamlega tilfinning. Nú, það er hallarbylting í barnabarnaskara ömmu Helgu og afa Sigurjóns, fyrsta stúlkubarnið. Englabarnið hans afa gamla á ská. Hlakka til að sjá þau öllsömul, fjögurra manna fjölskylduna.   Grin

Er í Amsterdam, kom hingað í gær. Er pófdómari við lokapróf söngvara í Mastersdeild Konunglega Tónlistarháskólans í Den Haag í næstu viku. Tek við docentstöðunni opinberlega við Tónlistarháskólann hérna í Utrecht núna í vikunni. Hlakka virkilega til.  WinkEr nú þegar byrjaður að kenna þar við mastersdeildina. Feginn að vera laus við öll þessi stig og próf á Íslandi. Fegnari en orð fá lýst. Vonandi sjá tónlistarskólayfirvöld á Íslandi fljótlega hversu fáráðnlegt system þetta er. Nóg um það. Blogga um það seinna, og þó, nei, held bara að ég láti það vera. GetLost

Vorið er komið hérna loksins, er búið að vera frekar kalt hérna, páskarnir voru þeir köldustu í 40 ár. Þannig að fólk er orðið langeygt eftir hlýindum eins og á Íslandi. Þannig er að yfirleitt þá slekkur maður á húsahitun í kringum fyrsta apríl hérna í Amsterdam. En svo er ekki í ár. Hef þurft að hita upp hérna alveg framundir síðastliðin mánaðamót. Smile

En nú er ég orðinn tveggja barna skáafi. Þvílíkur heiður! HeartTakk Villi og Agnes fyrir heiðurinn.InLove


Sumardagurinn fyrsti 2008, að kveldi kominn.

Mikið er þetta fallegur siður að eiga sumardaginn fyrsta að hátíðisdegi. Það er gott að finna hversu ríkur hann er í okkur íslendingum, okkur sem óðum erum að tapa gömlum hefðum og siðum. Það var gott að taka sér frí frá kennslu í dag, hitta vinina, lenda í GRJÓTMUNLNINGSVÉL, og fara svo í barnaafmæli þar sem skáafabarnið mitt verður eins árs á morgun. Í því tilefni var okkur öfum og ömmum boðið til veizlu. GRJÓTMULNINGSVÉLIN er nuddarinn minn, ég kalla hann nú þegar nuddarann minn, fór í fyrsta skiftið til hans og ætla að fara aftur á miðvikudaginn. Hann ætlaði hreint og beint að drepa mig. Ég hljóðaði og baðst vægðar hvað eftir annað, en það var enga miskunn að fá. Já, sumardagurinn fyrsti sýndi mér hversu illa farinn ég er eftir 170% kennslu í vetur. Þó var ég búinn að minnka hana. Þvílíkt fífl getur maður verið að ganga svona fram af sjálfum sér, geta aldrei sagt nei, halda kannski einnig að maður sé á einhvern hátt ómissandi, þvílíkt fífl. Á hverju ári segi ég við sjálfan mig, vinna minna, vinna minna, en áður en varir er maður dottinn í þessa andstyggilegu vinnufíkn, unir sér aldrei hvíldar fyrr en maður seint og um síðir meir dragnast heim til sín á augnahárunum og hendir sér upp í bólið örmagna. Þvílíkt fífl. Nóg um það.

Innan skamms mun skáafabarnið mitt eignast systkini, annað hvort í nótt eða einhvern næstu daga. Það væri gaman ef systkinin eða bræðurnir ættu sama afmælisdag. Þetta er svo guðdómlegt fólk, ég vildi óska að þau eignuðust bara mörg börn í viðbót. Heimurinn verður betri af svona góðu fólki, aldrei of margt af því. Uppáhaldsfólkið mitt að öllum hinum undanskildum. Gleðst í hvert skifti sem ég sé þau og meyrna einnig, sérkennilegt hvernig væntumþykja getur gert mann meyran. Það er líka gott að vera meyr svona á stundum.

Á morgun er langur kennsludagur aftur, kenni frá klukkan 09 til klukkan 18. Vona að ég komist í gegnum daginn, það ætti svo sem ekki að verða vandi, það er komið sumar, allt léttist, þá sérstaklega brúnin. Og annað kvöld er mér boðið í mat, hitti þá líka gott fólk, einnig uppáhaldsfólk. Hlakka til. Ég þekki gott fólk, virkilega gott fólk. Á góða nágranna, prýðilega. Hvað getur maður óskað sér meir? Er þakklátur fyrir að hafa átt yndislegan sumardaginn fyrsta, jafnvel þó ég hafi lent í GRJÓTMULNINGSVÉL. Tounge

 GLEÐILEGT SUMAR BLOGGVINIR SEM OG ALLIR AÐRIR SEM BLOGG ÞETTA LESA.  Með beztu kveðju.Wizard


Horfinn úr hinum nafnlausa bloggheimi, orðinn sýnilegur og nefndur.

Jæja þá er komið að því. Ég hef ákveðið að hverfa úr hulduheimum og gjöra opinskátt hver ég er. Ég heiti Jón Þorsteinsson. Er söngvari að mennt og núna seinni árin sinni ég eiginlega eingöngu söngkennslu. Hef búið erlendis meirihluta ævi minnar. Undanfarin ár hef ég þó mestmegnis dvalið á Íslandi meðal annars vegna atburðar sem ég nefndi í síðustu færslu. En nú er allt að breytast eina ferðina enn.

Ég var beðinn um að sækja um docentstöðu í söng við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi og er nýbúinn að ráða mig þangað frá og með næstkomandi hausti. Holland þekki ég vel, hef búið þar síðan 1980. Söng tæp 18 ár við Holenzku Ríkisóperuna í Amsterdam.Hlakka til að takast á við þetta verkefni. Svo nú innan skamms hefst sá tími sem fer í að pakka, henda, gefa og allt það. Mikið getur fólk sankað að sér drasli. Ég er sérfræðingur í því. Frown 

Í morgun var útvarpað viðtali við mig sem Lísa Pálsdóttir tók. Það var í þættinum Okkar á milli, sem er rétt eftir níu á morgnana. Fyrir þá sem áhuga hafa á að heyra þetta viðtal bendi ég að það er hægt á netinu næstu tvær vikur. Nú er ég ekki lengur nafnlaus bloggari, hehehehee. Nóg um það. Með beztu kveðju. Smile


Um bloggið

Bumba

Höfundur

Bumba
Bumba
Hef áhuga á allskonar málum hvort sem mér koma þau við eða ekki!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 0008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband