Óhugnanlega atvik á nýju ári rétt við útidyrnar hjá manni ef svo má að orði komast.

Góðan daginn og gleðilegt ár.

     Þetta er mitt fyrsta blogg og veit ég nú ekki hversu langvarandi það mun vera. Ég hef um langt skeið verið aðdáandi margra sem hér hafa látið skoðun sína í ljós, margra, en ekki allra eins og gengur og gerist. Og hafi þeir bloggarar fulla þökk fyrir.

     Í gær fékk ég svo óhugnalegar fréttir af tveimur nánum ættingjum. Vinur minn og konan hans eru nýflutt í stærra húsnæði hér á höfuðborgarsvæðinu. Í gærmorgun, rétt þegar vel ratljóst var orðið, svæðið fyrir utan húsið þeirra nýja er mjög vel upplýst, heyrðu þau mikinn hvell, hávaðinn reyndist koma frá ganginum. Vinur minn þaut út á sokkaleistunum og sá að sprengdur hafði verið póstkassinn í ganginum. Hann sá tvo unglingsdrengi hlaupa í burtu, en hann er snar í snúningum hann vinur minn og gómaði þá báða. Sem gamall lyftingamaður er hann með krafta í kögglum og hélt báðum drengjum í skrúfstykki krafta sinna þar til lögreglan kom og hirti þá. Þeir báru náttúrulega af sér allar sakir, en þegar meira sprengiefni fannst á þeim innan klæða skilst mér, að þá hafi nú komið annað hljóð í strokkinn. Lögreglan keyrið í burtu með drengina og veit ég þessa sögu nú ekki lengri. En ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef þau hefðu ekki verið heima hjónin með litla barnið sitt og eldurinn hefði náð í að læsast í iverur  þeirra sem þarna búa.

     Í gærkvöldi talaði ég við 85 ára gamla frænku mína sem er fyrir stuttu búinn að skifta um húsnæði einnig sem hin fyrrnefndu, líka hérna á höfuðborgarsvæðinu en í allt öðru hverfi. Eitthvað var hún stúrin hún frænka mín, og þegar í innti hana eftir hvað að væri sagði hún mér eftirfarandi. Hún fór í verzlun í gær og borgaði fyrir sig sem lög gera ráð fyrir. Fyrir framan hana var ungur maður, í nýrri úlpu sagði hún, og hleypti hann henni fram fyrir sig. Þótti henni hann afar kurteis. Þegar út var komið, þessi verzlun er ekki í verzlunarkjarna skilst mér, þá veitti fyrrnefndur drengur henni eftirför og stoppar hana síðan, mundar að henni sprautu með einhverjum vökva í og heimtar af henni peninga. Hún reyndi að komast frá honum en það gekk nú ekki, hann stóð í vegi fyrir henni. Ekki var ég að forvitnast um hversu mikla peninga hann hún lét hann fá, hún átti nógu erfitt með að segja mér frá þessu. Þetta eru ragmenni sem þetta gjöra, og vesalingar. Ég hef sterkan grun að þarna eiga eiturlyfin mikinn þátt í allavega þetta seinna atvik.

     Ég leyfi mér að spyrja, hvað er hægt að gera til þess að vernda bæði unglingana frá þessum sprengjuvanda svo og blessaða gamla fólkið fyrir þessum vesalingum? Myndi gleðjast ef þið hefðuð hugmyndir að einhverjum lausnum.

Með kveðju,

Bumba.


« Fyrri síða

Um bloggið

Bumba

Höfundur

Bumba
Bumba
Hef áhuga á allskonar málum hvort sem mér koma þau við eða ekki!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 0008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 472

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband