Orðinn tveggja barna afi gamli á ská,...................................frábært!

Skömmu eftir miðnætti eignuðust hjónin Agnes Braga Bergsdóttir og Wilhjálmur Þór Sigurjónsson sitt annað barn, stúlku. Nú á bróðir hennar Bergur Þorgils systur. Hann varð eins árs þann 25 apríl síðastliðinn. Vá!!!!!!!!!!! TIL HAMINGJU AGNES OG VILLI, AMMA HULDA OG AFI BERGUR, AMMA HELGA OG AFI SIGURJÓN, AFI ÓSKAR OG AMMA KRISTÍN, LANGAMMA HÓLMFRÍÐUR OG LANGAMMA VALGERÐUR OG LANGAFI VILHJÁLMUR. OG ALLIR FRÆNDUR OG FRÆNKUR NÆR OG FJÆR!!!!!! Og ég er búinn að eignast annað skáafabarn. Rosalega er ég ríkur. LoLÉg er svo glaður og ánægður. Svíf hálfum metra yfir yfirborði jarðar, hugsa sér hvað gleðin er sterk að láta rúm 130 kíló svifa hálfum metra ofar jörðu. Dásamlega tilfinning. Nú, það er hallarbylting í barnabarnaskara ömmu Helgu og afa Sigurjóns, fyrsta stúlkubarnið. Englabarnið hans afa gamla á ská. Hlakka til að sjá þau öllsömul, fjögurra manna fjölskylduna.   Grin

Er í Amsterdam, kom hingað í gær. Er pófdómari við lokapróf söngvara í Mastersdeild Konunglega Tónlistarháskólans í Den Haag í næstu viku. Tek við docentstöðunni opinberlega við Tónlistarháskólann hérna í Utrecht núna í vikunni. Hlakka virkilega til.  WinkEr nú þegar byrjaður að kenna þar við mastersdeildina. Feginn að vera laus við öll þessi stig og próf á Íslandi. Fegnari en orð fá lýst. Vonandi sjá tónlistarskólayfirvöld á Íslandi fljótlega hversu fáráðnlegt system þetta er. Nóg um það. Blogga um það seinna, og þó, nei, held bara að ég láti það vera. GetLost

Vorið er komið hérna loksins, er búið að vera frekar kalt hérna, páskarnir voru þeir köldustu í 40 ár. Þannig að fólk er orðið langeygt eftir hlýindum eins og á Íslandi. Þannig er að yfirleitt þá slekkur maður á húsahitun í kringum fyrsta apríl hérna í Amsterdam. En svo er ekki í ár. Hef þurft að hita upp hérna alveg framundir síðastliðin mánaðamót. Smile

En nú er ég orðinn tveggja barna skáafi. Þvílíkur heiður! HeartTakk Villi og Agnes fyrir heiðurinn.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Ó, þakka þér fyrir, gæti ekki verið glaðari, finnst eins og ég sé í beinum blóðskyldleika við þau bæði, en svo er ekki, enda skiftir það ekki máli. Þetta er hátíðsdagur.  Með beztu kveðju.

Bumba, 3.5.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: egvania

Elsku Nonni til hamingju með afa stelpuna það er aldrei of mikið af smáfólkinu skal ég segja þér.Jæja Nonni minn svo að þú ert búinn að yfirgefa okkur hér um tíma, hafðu það nú ekki of langa fjarveru kaffi sopann vil ég fá.

Kveðja Ásgerður

egvania, 3.5.2008 kl. 20:08

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með afaprinsessuna!  Og gangi þér allt í haginn þarna suður í vorinu. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.5.2008 kl. 23:00

4 identicon

Skáafabarn....alltaf heyrir maður eitthvað nýtt gamla sítróna.......en til lukku með angann og barnið með þennan annars nýja titil...........

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: Bumba

Þakka þér fyrir Lára Hanna mín. Ég er ábyggilega lukkulegri en foreldrarnir. Heheheh. Hlakka til að sjá hana þegar ég kem heim í næstu viku. Með beztu kveðju.

Bumba, 3.5.2008 kl. 23:50

6 Smámynd: Bumba

Já skáafabarn, það er flottur titill að vera skáafi. Þakka þér fyrir vinurinn. Með beztu kveðju.

PS. Þú getur verið súr sítróna sjálfur marglyttan þín!

Bumba, 3.5.2008 kl. 23:54

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Til hamingju! Er ekki farið að vora á þínum slóðum? Tulips in Amsterdam! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2008 kl. 00:30

8 Smámynd: Bumba

Sæll Sigurður minn, heldur betur farið að vora þó að seint sé. Úti eru nún 23 gráður og dásamlegt veður algjörlega hreint. Í dag er herdenkingsadag, minningardagur um þá sem dóu í stríðinu. Um allt Holland hljóma því sálumessur og  saknaðarkantötur. Ætla að fara að hluzta á nemanda minn íslenzkan syngja Requiem eftir Mozart í kvöld klukkan 21. Á morgun er svo bevrijdingsdag þá er þess minnst þegar Holland slapp úr klóm nasista. Synd hvað landinn veit lítið eiginlega um hörmungar stríðanna í Evrópu og afleiðingar þeirra. Vonandi allt gott að frétta af þér vinurinn. Með beztu kveðju.

Bumba, 4.5.2008 kl. 11:34

9 Smámynd: Linda

Innilegar hamingju óskir með þessa gersemi sem hefur bæst í líf ykkar!!! Ekkert er dýrmætar en, blessuð börnin.

knús

Linda, 4.5.2008 kl. 19:44

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Noh! Til lykke!!!

A mínu heimili eru svona "feik-afar" kallaðir plast-afar! Þú mátt sko vera plastafi minna þriggja drengja! Aldrei nógu mikið af ömmum og öfum. Verst að þetta er allt saman orðið svo upptekið í eigin lífi langt fram eftir öllu að maður fær aldrei barnapíu!!! :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 4.5.2008 kl. 19:57

11 identicon

Sæll elsku Nonni minn.

Til hamingju með nýja ská-afabarnið :) Já, við erum ríkir ég og þú. Var sumsé rétt áðan að rekast á bloggið þitt - gaman að lesa skrifin þín.

Og var einnig bara í síðustu viku að frétta að þú værir að flytja þig til Hollaranna, gaman gaman - ég kannski elti þig bara þangað - elska Utrecht!

Innilega til hamingju minn kæri.

Knús og klemmur, eða kótelettur..hvort sem þú vilt.

Gísli - ská...ja, hvað er ég ef þú ert ská-afi?

Gísli Magna (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:23

12 Smámynd: Bumba

Þakka þér fyrr Linda mín, þetta er alveg dýrðlegt.  Með beztu kveðju.

Bumba, 5.5.2008 kl. 17:33

13 Smámynd: Bumba

Heheehhehe  já satt er það Ylfa mín, satt er það. En eru nú drengirnir þínr eiginlega komnir af barnapíualdrinum? Sá elzti er nýfermdur, hann gæti nú orðið passa þá yngri, er ekki svo?. Með beztu kveðju.

Bumba, 5.5.2008 kl. 17:35

14 Smámynd: Bumba

Gaman að heyra í þér Gísli minn. Það er mikil hamingja hjá bessuðu fólkinu. GAman að þessu. Og svo er hún líka búin að fá nafn. Með beztu kveðju.

Bumba, 5.5.2008 kl. 17:36

15 identicon

Sæll Maestro "Mighty belly".

Ég tek undir orð Lindu.

 Og hafðu það sem allra best í fjarlægu landi. Ég ætla að leyfa mér að fylgjast með þér.

Góðar stundir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 00:55

16 Smámynd: Bumba

Þakka þér fyrir Þórarinn, þegar staðan fer á stað þá mun ég blogga aftar býzt ég við, en aldrei mun ég nemendur mína með nafni, það er grot á þagnareið sem ég skrifaði undir fyrir mörgum árum þegar ég vann við hjúkrun. Mér finnst þýðing þín á bloggnafni mínu FRÁBÆR, hló mig máttlausan.  Hlakka til að heyra frá þér aftur og ég skal láta þig vita hvernig gengur. Með beztu kveðju.

Bumba, 6.5.2008 kl. 09:52

17 Smámynd: egvania

Halló Nonni ég vona að þú sért ekki á flakki norður á landi láttu það vera um sinn þar sem við systur erum á flakki núna staddar í Þýskalandi. Vertu svo velkominn norður þegar við erum komnar heim aftur í vikulok og þá vil ég fá sopann minn manstu ég á hann inni hjá þér. Kveðja Ásgerður.

egvania, 13.5.2008 kl. 21:59

18 Smámynd: Ásgeir Eiríksson

Ævinlega margblessaður! Bestu þakkir fyrir "innlitið", gaman að heyra frá þér eftir öll þessi ár. Gaman að heyra af góðum gangi hjá þér - til hamingju með dósentstöðuna. Alltaf sakna ég söngtímanna og raddþjálfunarinnar þinnar hjá Stefni um árið. Hef ekkert verið með þeim félögunum núna undanfarið, það eru miklar annir í námi og vinnu. Þeir fengu nýjan stjórnanda í haust, Gunnar Ben. Hann virðist gera góða hluti. Gangi þér allt í haginn og njóttu lífsins.

 Kveðja, Ásgeir

Ásgeir Eiríksson, 15.5.2008 kl. 08:37

19 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

innilega til hamingju!  Guð blessi ykkur öll og varðveiti.

Bryndís Böðvarsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:03

20 Smámynd: halkatla

til hamingju!

en hérna vorum við ekki bloggvinir? ég ætla að leggja inn kröfu til öryggis! 

halkatla, 16.5.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bumba

Höfundur

Bumba
Bumba
Hef áhuga á allskonar málum hvort sem mér koma þau við eða ekki!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 0008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband