Færsluflokkur: Spaugilegt
13.7.2008 | 00:50
Dagurinn í dag, 13. júlí.
Hann er svolítið merkilegur þessi dagur í lífi mínu. Hann á stóran sess þessi dagur í minni tilveru. Og hefst nú frásögnin.
Ég á marga kunningja og þekki nokkuð margt fólk, þykir yfirleitt mjög vænt um fólk. Ég á hins vegar ekkert rosalega marga nána vini. Edda Gréta frænka mín er fædd 1938. Hún passaði mig þegar ég var lítill. Hef ég því ávalt þekkt hana og er hún ein minna nánustu vina. Anna frænka mín, við erum systkinabörn, fædd 1953, mjög náinn vinur minn. Sjáumst því miður alltof sjaldan. Árið 1971 kynntist ég konu sem heitir Þórhildur, fædd 1949. Við urðum mjög nánir vinir og höfum mikið samband þó við höfum búið í áraraðir í sitt í hvoru landinu. Árið 1980 flutti ég til Hollands og einn þeirra fyrstu sem ég kynntist við óperuna í Amsterdam var Maarteen Flipse baryton. Hann varð minn bezti vinur og sungum við saman margar óperur. Hann var fæddur 1955. Hann lézt því miður langt um aldur fram árið 1994. Þetta fólk eru mínir nánustu vinir í gegnum árin. Allt frá því ég man eftir mér. Eitt eiga þau öll sameiginlegt. ÞAU EIGA ÖLL AFMÆLI Í DAG. Til hamingju öll sömul, Edda Gréta, hugsa sér, í dag ertu sjötug. Og alltaf jafn lagleg, tignarleg, falleg og yndisleg. Anna, 55, bangsímónan hans Nonna frænda. Taktu bara þversummuna og þá ertu bara tíu. Mér finnst þetta svo dásamlegt. Það er svo gott að eiga góða vini, vita alltaf af þeim, þó maður troði þeim ekki endalaust um tær svo sem. Með beztu kveðju.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
23.6.2008 | 07:46
Nöfn?
Um bloggið
Bumba
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar