Nöfn?

Heyrði frábæran brandara á dögunum. Dóttursonur vinkonu minnar er tælega fimm ára og er á leikskóla eins og lög gera ráð fyrir. Hann heitir Mikael. Flestir í deildinni hans eða bekknum eða hvað þetta nú heitir heita þessum nýmóðinsnöfnum, Aron, Ljótur, Drengur, Brekil, Alexander, Þngill og nefnum það bara. Hann kom um daginn heim til sín og sagði við móður sína. " Það byrjaði nýr strákur í bekknum mínum í dag". "Nú?", sagði móðir hans. "Hann heitir nú skrýtnu nafni", segir barnið, "aldrei heyrt það fyrr". "Og hvað heitir hann elskan"?, spyr móðir hans. "Guðmundur ", var svarið. Með beztu kveðju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðmundur? hahahahahahaha ... góður þessi! En við hjónin verðum heima í byrjun Júli og endilega hafði samband svo við getum boðið þér í mat, ég er nefnilega mikill áhugamaður um góða matargerðarlist  ... 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.6.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Bumba

Umm mikið hlakka ég til, ég er líka MJÖG mikill áhugamaður um mat, eins og sjá má. Ég geng ekki lengur Guðsteinn minn Haukur, ég velti orðið áfram. Það er bara að taka á því þegar þar að kemur. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 09:51

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

 frábært hehehe Guðmundur hehehehehe   Annars að bumbunni, mér finnst þú sætur eins og þú ert Nonni minn.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 23.6.2008 kl. 12:07

4 Smámynd: Bumba

Elsku Ásta min, ég geng ekki lengur heldur velt ég áfram. Hef aldrei verið svona feitur áður. Með beztu kveðju.

P.S. Góður brandari finnst þér ekki? Ég ætlaði að ærast úr hlátri.

Bumba, 23.6.2008 kl. 12:24

5 identicon

Sakna þín, ó þú mikla bumba (mighty belly)

Agnes BB (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 14:16

6 Smámynd: egvania

Frábært þetta með nafnið ég hló mikið.

En bumban mín við erum þá eins við getum rúllað okkur hlið við hlið eftir götunni. Mikið hlakka ég til.

Ég sé að einn hér ætlar að bjóða þér í mat það verður örugglega góður matur og mikil glaðværð þar sem maðurinn er mikill grínisti hehe. Hann lumar á ýmsu.

egvania, 23.6.2008 kl. 14:22

7 Smámynd: egvania

Æ, Nonni minn mér datt eitt í hug við erum mikil um okkur er þá ekki mikið að elska og sakna? 

egvania, 23.6.2008 kl. 14:25

8 Smámynd: Bumba

HEhehehe elsku Ásgerður mín, jú ábyggilega, en eitt er víst að það verður aldrei nóg af okkur. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 21:13

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég aftek með öllu að þú farir í einhverja megrun í sumar! Ekki í mínum húsum að minnsta kosti! Ég forakta það! Já, forakta, segi ég og skrifa! Mér finnst Guðmundur stórundarlegt nafn! Skil barnið vel. :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 25.6.2008 kl. 01:29

10 Smámynd: Bumba

Aldrei má ég ekki neitt. Jæja, alltaf lúffa ég, ég skál þá bara passa mig elskan. En láttu þér ekki bregða þegar þú sérð mig Ylfa mín. Nóg um það, mikið hlakka ég til að sjá ykkur og allt það, ég þarf á svo mikið á fríi að halda. Með beztu kveðju.

Bumba, 25.6.2008 kl. 07:57

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fyrst þú ert farinn að velta áfram ertu þá ekki farinn að syngja rokklög en í gamla daga var rock and roll á Íslandi kallað "vagg og velta".

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.6.2008 kl. 11:41

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góð spurning hjá Sigurði...  kominn í rokkið semsagt? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.6.2008 kl. 12:32

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Kvitta fyrir innlit.Flott síða og sögur vinur

Er á leið til Færeyjar en hlakka til að heyra meira frá þér

Anna Ragna Alexandersdóttir, 25.6.2008 kl. 12:34

14 Smámynd: Bumba

"Því ertu leiðinleg, því ertu svona dæmalaust vond við mig, ég sem er alltaf svo ljómandi góður við þig..................."það er svo auðvelt að pikka á feitu fólki, heheeh. Nóg um það. Já Siggi minn ég ætla nú samt að halda mér við undanfara rokksins og rollsins, halda mér við vikivakann, sem er afbökun á hollenzku hugtakinu, "wiggel-waggel" að rugga og stiga fram í gráðið, eða öllu heldur að róa fram í gráðið, barst til Íslands líklega á 14 öld seint að haldið er. Þaðan koma sem sagt íslenzku vikivakarnir. Hugsa að þeir hafi þróast vegna þess að fólk var orðið svo feitt að það gat ekki annað en vaggað sér, . Segðu svo að fita hafi ekki haft góð áhrif á þróun þjóðdansa Íslenzku þjóðarinnar, í gegnum aldirnar. 

Já Lára Hanna mín, alveg rétt athugað hjá ykkur báðum, en ég hafði eiginlega hugsað mér að velta og wagga, ekki kominn í rokkiÐ, heldur vaggandi og veltandi við rokkinN. Held að það fari betur saman. Eða vefstól eða eitthvað slíkt,,,,,,. Allavega eitthvað þjóðlegt.

Mikið vildi ég að ég gæti vaggað á eftir þér Anna Ragna mín til Færeyja. Ég bið að heilsa Lúðvík. Sakna ykkar. Hlakka til að koma til Íslands og eyða sumrinu í kuldanum fyrir norðan. Með beztu kveðju.

Bumba, 26.6.2008 kl. 06:38

15 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Rósa Harðardóttir, 29.6.2008 kl. 13:59

16 Smámynd: Bumba

En fyndið, skyldi þessi saga eiga sömu rætur þá? Hvað um það hún er bráðfyndin. Hann Michael litli sagði við mig í fyrra þegar ég var á Íslandi, horfði lengi á mig, segir svo hálfhátt við ömmu sína, "af hverju er hann Nonni frændi svona feitur"? Lára amma hans, sagði við hann, spurðu hann bara. Sem vesalings barnið og gerði. Ég svaraði að það væri af því að ég borðaði of mikið. Blessað barnið sagði þá, ertu þá alltaf svangur? Já svaraði ég. Á ég ekki þá bara að fara í megrun vinurinn? Hann þagði lengi en sagði svo. Nei, bumbur eru stundum fallegar og þín er flottust af öllum. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði að fara. Hann er alveg frábær og skýr með afbrigðum. Með beztu kveðju.

Bumba, 30.6.2008 kl. 09:46

17 identicon

Heill og sæll Jón.

Rakst á bloggið þitt. Langaði að árna þér allra heilla með stöðuna í Hollandi. Hollendingar eru heppnir að fá þig.

Gangi þér allt annars í haginn.

Kveðja af hinu bláa Atlanshafi sem sýnir sitt blíðasta, og eyjar sem fjöll speglast í glampandi haffletinum. Ekki ónýtt það  

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 11:51

18 Smámynd: Bumba

Mikið óskaplega er gaman að heyra frá þér elsku Einar minn. Ég kem heim til Íslands á morgun, var að klára kennsluna og hlakka til að koma í kuldann. Er spáð hérna 33 stiga hita á miðvikudaginn og það er mér um of. Held samt að lýsið af mér færi nú samt að renna í stríðum straumum, hehehehe.. Ég hef fitnað svo mikið vinurinn, að ég rúlla bara áfram. En ég byrja ekki að reykja aftur. Hvenæar kemurðu í land aftur? Ég verð á landinu í allavega 6 vikur. Láttu heyra í þér endilega kappinn ég er í skránni. Hjartans kveðju. Nonni.

Bumba, 30.6.2008 kl. 12:38

19 identicon

Takk sömuleiðis Nonni minn.

Kem á miðvikudag fer af landi brott á föstudag. Næ þér áður en þú ferð eftir 6 vikur.

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 13:27

20 Smámynd: halkatla

Guðmundur!

halkatla, 30.6.2008 kl. 13:41

21 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.7.2008 kl. 20:16

22 Smámynd: egvania

Nonni minn það er þetta með þessi gamaldags nöfn eins og Ásgerður og Jón þau eru ekki í tísku lengur. Hver heldurðu að láti sér detta í hug að gefa barninu sínu mitt nafn. Dóttir mín heitir því fallega nafni Haflína að seinna nafni, hún upp lifði slíkar hörmungar í skóla vegna þess að skelfing var af.

En mikið er nú alltaf gaman að sjá myndina af þér í bloggvina hópnum mínum.   Fat Woman 2 Nonni minn mér datt nú bara í hug að senda þér mynd af mér. 





egvania, 3.7.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bumba

Höfundur

Bumba
Bumba
Hef áhuga á allskonar málum hvort sem mér koma þau við eða ekki!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 0008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband