Gleðilega páskahátíð.

Þegar maður tekur sér frí frá amstri hins daglega lífs um  hátíðar þá fer ekki framhjá því að maður fari nú að slappa af og hugsa um það sem er að gerast í kringum mann. Ekki fellur manni það svo sem alltsaman frekar en fyrri daginn. Það skiftast á tilfinningar vonleysis, reiði, ununar, (þá sjaldan sem maður heyrir eða les eitthvað jákvætt í þessum guðsvoluðu íslenzku fjölmiðlum), gleði, viðbjóðs og aftur vonleysis. Mikið er allt að breytast og breytist ennþá, og á eftir að breytast ennþá meira. Allur þessi hraði, hræðilegi hraði, hraðans vegna. Allt þetta ofstæki á Íslandi á öllum sviðum, liggur við að segja ofstækisins vegna. Skil þetta ekki alltaf. Hvað hefur gerst? Hvenær byrjaði þetta? Er ég orðinn svona líka? Ábyggilega. Því miður.

Ég hef verið iðinn að lesa bloggið undanfarið ár. Oftar en einu sinni hef ég orðið svo hvumsa að ég hef ekki vitað mitt rjúkandi ráð. Ég er enginn sérstakur skriffinnur og finn til þess mjög. Er búinn að vera svo lengi í burtu, meira en þrjátíu ár. Kannski er ég búinn að vera of lengi í burtu til þess að skilja þetta mjög svo breytta mál okkar íslenzkuna. Hef tekið eftir því að í blogginu þá er ræður talmálið algjörlega ríkjum hjá flestum. Skrýtið. Hélt að skrifað mál væri alltaf öðruvísi en talmál. Það hefur breyzt í gegnum árin. Og það er bara að venjast því.

Stundum hef ég svarað, það er að segja sent athugasemdir, þori ennþá ekki að koma fram undir nafni en senn fer nú að líða að því. Það er eins og gengur og gerist, sumum finnast athugasemdir mínar góðar, öðrum ekki og leiðist fólki að fá athugasemdir undir dulnefni, mörgum hverjum. Það er skiljanlegt, og bið ég ennþá forláts þar til ég hef hugrekki til þess að koma fram undir nafni, þangað til nota ég "vörumerki" mitt, bumba. Ber svo sannarlega nafn með rentu. Whistling Því miður.

Er staddur á Niðurlöndum, vissi hreinlega ekki hort ég ætti að syngja jólasálma eða páskasálma í gærmorgun þegar ég vaknaði. Búið að snjóa hérna af og til í heila viku. Veðurfræðingar segja að þetta séu köldustu páskar í 40 ár. Getur verið.

Gangi ykkur öllum vel. Með beztu kveðju.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu ég hef velt því fyrir mér hvort ég á að sleppa dulnefninu og koma fram undir nafni. Veistu að þeir sem kvarta undan dulnefni eru yfirleitt þeir sem eru rökþrota eða ekki sammála manni. Þannig að hverjum er maður að þóknast með því að koma fram undir nafni? Ég heiti Jón Jónsson og hvað ætlar t.d. jón Valur Jensson að gera við það? Ég er alveg viss um að ég yrði útilokaður frá sömu síðum hvort heldur ég kæmi fram undir nafni eða ekki. Þetta er bara fólk sem er manni ekki sammála sem bísnast yfir dulnefnum. Fólk á síðan bara að fá að ráða þessu sjálft og það á enginn að láta þetta fara í taugarnar á sér, það er í raun bara fáránlegt að fólk skuli láta þetta fara í taugarnar á sér. Svo þú skalt vera eins lengi og þig langar undir dulnefni og ekki hafa áhyggjur af þeim sem fara í fýlu yfir því, alla vega ætla ég ekki að láta þessa gosa stjórna því hvort ég komi fram undir þessu nafni eða einhverju öðru.

Valsól (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 01:27

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Velkominn á Moggabloggið, Bumba. Ég hef lesið fjöldann allan af athugasemdum eftir þig á ýmsum bloggum og finnst alveg tími til kominn að þú farir að blogga á eigin síðu!

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 01:30

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Annað...  bæði Bumba og Valsól... í sjálfu sér er allt í lagi að skrifa undir dulnefni. Ég er ekki viss um að það - per se - sé málið hjá fólki ef sá sem skrifar er málefnalegur og rökstyður sínar skoðanir. Það er hins vegar allt of algengt, eins og þið hafið sjálfsagt báðir séð, að fólk notar gjarnan dulnefni til að kasta skít, niðurlægja og niðra. Það er skiljanlega ekki vel séð.

Ég segi fyrir mig að mér finnst þægilegra að "tala" við fólk á blogginu sem ég veit hvað heitir. Orð fólks sem skrifar undir nafni hafa í mínum huga meira vægi en þeirra sem nota dulnefni. Á þessu eru vitaskuld undantekningar, og þið eruð vísast báðir í þeim undantekningahópi miðað við það sem ég hef séð frá ykkur.

Mitt blogg er þess eðlis að ekki treysta sér allir til að setja inn athugasemdir hjá mér í eigin nafni. Þess vegna fæ ég talsvert af tölvupósti og upphringingum frá fólki sem óttast að láta nafns síns getið og mér finnst sjálfsagt að virða það. Við lifum í hræðsluþjóðfélagi, hvort sem við viljum viðurkenna það eða ekki, en ekki í lýðræðisþjóðfélagi þar sem ríkir málfrelsi.

Því miður.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 01:39

4 Smámynd: Bumba

Kærar þakkir Valsól. Mínu litla gunguhjarta líður strax betur og það er nú þegar farið að slá aðeins hægar. Sumir vita að vísu hver ég er, en ég er ennþá ekki tilbúinn að koma fram fyrir "bloggþjóð" algjörlega. Enn og aftur þakka þér fyrir. Með beztu kveðju.

Bumba, 29.3.2008 kl. 07:56

5 Smámynd: Bumba

Sæl Lára Hanna. Mín fyrsta bloggvinkona. Mér finnst ég allt í einu orðinn löggiltur bloggari, með þig sem fyrstu bloggvinkonuna mína og hann Guðstein sem minn fyrsta bloggvin. Mikið er ég ríkur. Það er gaman að vera til í dag. Já ég ætla að taka þig á orðinu og fara að staðla mínar hugsanir betur. En ég vil ekki að þið haldið kæra vinkona að ég sé að nota mína nafnleynd til að valda úlfuð eða skítkasti, heldur er ég ennþá svolítið huglaus. Með beztu kveðju.

Bumba, 29.3.2008 kl. 08:00

6 Smámynd: Bumba

Lára Hanna mín. Ég er svoleiðis algjölega sammála þér. Ég sendi þér tölvupóst við tækifæri. Með beztu kveðju.

Bumba, 29.3.2008 kl. 08:02

7 identicon

Ég hef ekki lagt það í vana minn að kasta skít í fólk og haga mér í öllu eins og að ég væri að skrifa undir nafni. Ástæðan fyrir því er m.a. sú að það fylgir hverri tölvu IP tala og ekkert mál ef einhver vill fara í mál við mig út af einhverju sem ég hef sagt og þess vegna reyni ég ekki að notfæra mér dulnefni til að rakka fólk í skítinn. Það er hins vegar þannig að ég á börn í grunnskóla og vegna trúleysis míns vill ég ekki koma fram undir nafni. Þar sem ég bý í litlu bæjarfélagi úti á landi og ég kæri mig ekkert um að sérstaða mín eða barna minna sé dregin fram eingöngu til að þau verði fyrir einelti. Það er ömurlegt að geta ekki komið fram undir nafni vegna þess að einhverjir trúarnöttar halda skólum landsins í gíslingu og mikið af kennurum eru trúaðir þjóðkirkjumeðlimir enda tilgangurinn augljós, að skapa velvilja barnanna til þjóðkirkjunnar inn í framtíðina svo áfram megi þangað renna miljarðar á ári. Þetta er bara staðreynd í dag og ekki nóg að við lifum ekki í lýðræðisríki, heldur lifum við ekki heldur í trúfrjálsu þjóðfélagi. Ég hef oft velt því fyrir mér að koma fram undir nafni en á meðan börnin mín eru svona ung og á meðan þjóðkirkjan er með strengi inn í grunnskólana þá treysti ég mér ekki til þess. Þetta er auðvitað ofbeldi af hendi þjóðkirkjunnar og ekkert annað og því miður eru fleiri en færri kennarar vinnudýr þessarar sömu kirkju. Þetta er nú mín ástæða fyrir nafnleyndinni og ég er viss um að flestir hafa einhverja eðlilega skýringu fyrir nafnleysi sínu, þunglyndi eða eitthvað annað. Því miður eru auðvitað skemmd epli innan um en það er með þau eins og önnur skemmd epli, við megum ekki láta þau skemma fyrir fjöldanum.  Verum nafnlaus ef það henntar okkur

Valsól (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 08:43

8 Smámynd: Bumba

Eins og þú vilt, skoðanir hvers og eins ber að virða og taka tillit til. Á Íslandi ríkir því miður svo mikið ofstæki á alla bóga Valsól. Og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Aldrei mun ég gagnrýna skoðanir eins né neins, get það ekki og má það ekki. Það er ekki okkar að gera það. Það er eins og þegar ég reykti. Ég reykti í 36 ár og hætti fyrir tæpum fimm árum. Ekki dettur mér til hugar að veitast að reykingafólki, get það ekki. Þess vegna kalla ég mig Bumbu, fitnaði um 40 kíló, hehehehehe. Nei heldur dragnast ég með kílóin en að byrja aftur að reykja. Haltu þinni nafnleynd kæri Valsól og gangi þér vel. Með beztu kveðju.

Bumba, 29.3.2008 kl. 08:50

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sælir aftur, báðir tveir...  Mig langar bara að ítreka það sem ég sagði í fyrri athugasemd að í mínum huga eruð þið ekki meðal þeirra sem nota nafnleysi í neikvæðum tilgangi. Eins og ég sagði búum við ekki við alvörulýðræði og málfrelsi og smæðin gerir mörgum erfitt fyrir að tjá sig opinskátt undir nafni. Ég hef því fullan skilning á aðstæðum eins og t.d. Valsól lýsir og tel þær góðar og gildar. 

Mér finnst skipta meira máli að fólk hafi eitthvað til málanna að leggja og setji það fram á öfgalausan og málefnalegan hátt. Á meðan hef ég að minnsta kosti ekki áhyggjur af nafnleysi.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 13:12

10 Smámynd: Bumba

Þakka þér enn og aftur kæra Lára Hanna. Þú ert svo sannarlega vel viti borin. Kannt að koma orðum á hlutina. Með beztu kveðju.

Bumba, 29.3.2008 kl. 18:36

11 identicon

Takk fyrir mig, gaman að koma hérna inn. Og takk fyrir Lára þú ert öllum hérna á blogginu til mikillar fyrirmynda.

Valsól (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:20

12 Smámynd: Bumba

Ég tek heils hugar undir orð þín Valsól. Lára Hanna kann sitt fag. Mig langar til að óska þér alls hins bezta í framtíðinni og hlakka til að heyra meira frá þér. Með beztu kveðju.

Bumba, 29.3.2008 kl. 19:34

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

TAKK!!!!  Ég varð alveg orðlaus kæri Bumba! Og veist þú hvað ég er að tala um! Guð blessi þig og þína og mun ég halda ótruaður áfram í því sem Guð hefur kallað mig til! Þú ert alveg einstakur og er ég ótrulega þakklátur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.3.2008 kl. 16:08

14 Smámynd: Bumba

Verði þér að góðu Guðsteinn minn Haukur. Njóttu þess arna. Þetta var köllun mín í lífinu og hefðí ég helzt viljað sinna henni betur en ég hef gert. Ég reyni þó af fremsta megni. Þetta er fundamentið. Hann er fundamentið. Það gleður mig að þú naust þess. Gangi þér vel og ég hlakka til að heyra frá þér í framtíðinni. Með beztu kveðju.

Bumba, 30.3.2008 kl. 17:45

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú gerðir meira en þú gerir þér grein fyrir, ég er ekki mjög sjálfsöruggur í eigin persónu og var ég að gefast upp á öllu þessu. En það er svona að þakka að ég held mínu striki og var þetta svo óvænt að ég felldi tár við atburðin. Takk innilega minn kæri og er ég þér ævinlega þakklátur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.3.2008 kl. 17:53

16 Smámynd: Bumba

Það er gott að heyra vinurinn. Þá er það Hann sem öllu ræður sem leiddi þetta kappinn. Haltu áfram og hugrekki þitt mun bara aukast og styrkjast. Og orðið mun verða þér tamara en þú munt gera þér grein fyrir. Hafðu engar áhyggjur. Hluztaðu baraá númer 15. Og númer 6. Og allt mun verða gott. Ég var svo þreyttur í gær var að koma frá Hollandi og búinn að vinna eins og skepna. En þegar ég leit a bloggið þitt og þú áttir afmælið þá datt mér svona í hug, ja restina veizt þú. En ég er feiminn og fór því bara beint heim, þorði ekki að ryðjast inn á ykkur. Njóttu vel vinskapur og við verðum áfram í sambandi. Er að fara á SOS fyrirbænafund, biðja fyrir ungum dreng, 21 árs gömlum sm fékk einhverja verki í nótt og þá kom í ljós að það sprakk í honum ósæðin. Hann er ennþá á skurðarborðinu. Viltu vera svo vænn að minnast hans líka með okkur? Með beztu kveðju.

Bumba, 30.3.2008 kl. 18:01

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það geri ég svo sannarlega og er þetta mikið fyrirbænarefni! 

P.s. diskurinn er æðislegur! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.3.2008 kl. 18:03

18 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Hæ, skemmtileg pæling um talmál og ritmál. Svo virðist vera til bloggmál þar sem ýmist frumlag eða umsögn vantar í setningaarnar. Meira að segja dómsmálaráðherra skrifar setningar þar sem frumlag vantar. kveðja

Erna Bjarnadóttir, 3.4.2008 kl. 09:25

19 Smámynd: Bumba

Sæl Erna. Þakka þér fyrir athugasemdina. Já, mér finnst málið hafa breyzt mikið síðan ég flutti af landinu 1969. Ansi miklar  breytingar. Eitt það versta sem mér finnst hvað það snertir er að fólk þérast ekki lengur. Hef átt heim megnið af tímanum í löndum em fólk þérast enn þann dag í dag. Sakna þéringanna. Það voru mistök að þær hurfu. Nóg um það. Með beztu kveðju.

Bumba, 3.4.2008 kl. 17:14

20 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Sæll og takk enn og aftur fyrir okkur.

Vildi bara athuga hvernig unga manninum heilsaðist.

Bryndís Böðvarsdóttir, 3.4.2008 kl. 23:06

21 Smámynd: Bumba

Þakka þér fyrir spurninguna Bryndís mín. Ég var að tala við sameiginlega frænku okkar, hún sagði mér að ennþá væri hann í lífshættu og væri tvísýnt um líf hans. Það eru að koma allskonar aukaverkanir fram núna, svo sem vatn í lungun, hiti, einnig ein kransæðin mjög sködduð, og víst eitthvað fleira. Við bara vonum og biðjum, og það bezta er, að við vitum svo sannarlega að hann er í guðs hendi. Hvernig Drottinn mun leysa þessi mál vitum við ennþá ekki, en hans er mátturinn og dýrðin og hann ber að lofa og prísa. Sé það hans vilji að taka hann til sín svona ungan, þá veit maður að það er líka hans vilji. Það er svo oft erfitt að beygja sig fyrir vilja hans, samanber þegar litla systir mín var kölluð burt fyrir 8 árum, aðeins 37 ára gömul frá fjórum börnum, það yngst rétt ársgamalt. En Drottinn mun vel fyrir sjá og leggur aldrei meira á mann en maður þolir. Það er mín reynsla. Með beztu kveðju.

Bumba, 4.4.2008 kl. 18:03

22 Smámynd: Bumba

Já heyrðu Bryndís mín, velkomin sem bloggvinkona. Mikið finnst mér þetta gaman. Ætla nú að fara að blogga meira. Með beztu kveðju.

Bumba, 4.4.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bumba

Höfundur

Bumba
Bumba
Hef áhuga á allskonar málum hvort sem mér koma þau við eða ekki!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 0008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 475

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband